gaedaeftirlit á rannsóknastofuÞjónustan

Starfsfólk Rannsóknasetursins í Mjódd leggur ríka áherslu á lipra þjónustu við sjúklinga og lækna.

Rannsóknaþjónustan sem unnin er á Rannsóknasetrinu í Mjódd er undir umsjón lækna og annarra fagaðila sem hlotið hafa sérfræðiviðurkenningu heilbrigðisstjórnar Íslands í blóðsjúkdómum eða meinafræði og klíniskri lífefnafræði. Rannsóknasetrið í Mjódd ábyrgist faglega hæfni starfsfólks og þjónustulipurð, með áherslu á vönduð og menntarfull vinnubrögð starfsmanna.

Rannsóknasetrið í Mjódd leitast við að fremsta megni að nota nýjustu tækni til að uppfylla hraða í mælingum og mæliöryggi, kröfur lækna og sjúklinga. Allar niðurstöður rannsókna af teknum blóðsýnum liggja fyrir innan við 24 klukkutíma frá sýnatöku.

Rannsóknasetrið í Mjódd leitast við að fremsta megni að uppfylla allar opinberar kröfur um faglega þjónustu, rekstur og gæðaeftirlit í samræmi við alþjóðlega staðla.

Markmið okkar

Við leggjum okkur fram við að veita sjúklingum og læknum vandaða þjónustu með sérhæfar rannsóknir á meinaefnafræði, blóðmeinafræði, gigtarprófun, þvagskoðun og smásjáskoðun.

Alþjóðlegt gæðaeftirlit

  • Labquality_Logo
  • BIO-RAD-LOGO