smásjá smasjataeki rannsoknastofu

Tækjabúnaður og starfsemi

Nýlega var tækjabúnaður endurnýjaður, svo og tölvukerfið til að gæta öryggis í meðferðum gagna. Rannsóknasetrið í Mjódd hefur virkt innra gæðaeftirlit og tekur þátt í viðurkenndu ytra gæðamati í samræmi við það sem tíðkast hjá álíka stórum viðurkenndum erlendum rannsóknastofum

Starfsfólk Rannsóknasetursins í Mjódd leitast við að leiðbeina læknum sem senda beiðnir um þjónustu þannig að við val á rannsóknum sé gætt ýtrustu hagkvæmni með hliðsjón af viðurkenndri læknisfræði. Samkvæmt þeim stöðlum sem Rannsóknasetrið í Mjódd setur er fylgst með daglegum gæðum þeirra rannsókna sem framkvæmdar eru.

Rannsóknasetrið í Mjódd sendir læknum sjúklings niðurstöður rannsókna á viðkenndan öruggan hátt eins og við á hverju sinni eða sendir rafrænt til læknis sjúklings, og einnig prentuð rannsóknasvör.

Þær rannsóknir sem eru ekki framkvæmdar hjá Rannsóknasetrinu í Mjódd eru sendar til þeirra rannsóknastofna sem sinna þeim rannsóknum.

Markmið okkar

Við leggjum okkur fram við að veita sjúklingum og læknum vandaða þjónustu með sérhæfar rannsóknir á meinaefnafræði, blóðmeinafræði, gigtarprófun, þvagskoðun og smásjáskoðun.

Alþjóðlegt gæðaeftirlit

  • Labquality_Logo
  • BIO-RAD-LOGO