Mæling Covid-19 mótefna í blóði eftir bólusetningu (Anti SARS-CoV-2 S) og/eða Covid-19 sýkingu.
Eftir bólusetningu með SARS-CoV-2 eða Covid-19 sýkingu myndar líkaminn sérhæfð mótefni af IgM og IgG tegund gegn ákveðnum hlutum s.s. broddum (spike) veirunnar.
Talið er að styrkur mótefna í blóði gefi ákveðnar vísbendingar um vernd fyrir frekari Covid-19 sýkingu.
Það getur verið mjög einstaklingsbundið, hversu mikið magn mótefna myndast eftir bólusetninginguna/sýkinguna, en yfirleitt er hámarksmyndun náð eftir þrjár vikur.
Því er mælt með að láta a.m.k. þrjár vikur líða frá bólusetningu, þar til styrkur mótefna er mældur í blóði.
Við mælinguna eru notuð hvarfefni frá Roche Diagnostics, sem er sama aðferð og notuð er á Sýkla – og veirufræðideild Landspítalans.
Öllum er frjálst að koma í mælingu mótefna og þarf ekki beiðni frá lækni.
Sjúkratryggingar Íslands taka ekki þátt í rannsóknakostnaði og þurfa sjúklingar að greiða 5.100.- fyrir mælinguna.