Rannsóknasetrið í Mjódd hefur tvenns konar gæðaeftirlit, annað þar sem fylgst er daglega með rannsóknaniðurstöðum og hins vegar alþjóðlegt gæðaeftirlit sem er skilað inn mánaðarlega til alþjóðlegra eftirlitsstofnanna.

Innra gæðamat

Lífeindafræðingurinn þarf að samþykkja niðurstöður rannsókna áður en þær eru gerðar aðgengilegar beiðandi lækni og er fylgst með því að öll hvarfefnin, staðlar og eftirlitssýni séu í samræmi við gæðaeftirlitsforrit í tölvu frá tækaframleiðandanum.

Nýr tækjabúnaður var tekinn í notkun 2016 fyrir flest allar lífefnafræðilega mælingar og einnig blóðstorkutæki fyrir mælingar á blóðþynningu.

Tegundum rannsókna hefur aukist jafnt og þétt til að mæta þörfum tilvísandi lækna og sjúklingum.

Ytra gæðamat

Rannsóknasetrið í Mjódd er með vottað ytra gæðaeftirlit frá gæðamatskerfunum Bio-Rad, USA og Labquality, Finnlandi, þar sem frammistaða Rannsóknasetursins í Mjódd er borin saman við niðurstöður annarra alþjóðlegra rannsóknastofa mánaðarlega. Niðurstöður frá báðum ytra gæðamats eftirlitskerfum sýna að Rannsóknasetrið í Mjódd stendur sig vel í alþjóðlegum samanburði og hefur fengið vottaða viðurkenningu ytra gæðaeftirlits síðan árið 1990.

Við Læknasetrið fara fram rannsóknir á ýmsum sérsviðum læknisfræðinnar og hafa rannsóknir frá Rannsóknasetrinu í Mjódd verið notaðar í fjölda virtra ritrýndum rímaritum.

Markmið okkar

Við leggjum okkur fram við að veita sjúklingum og læknum vandaða þjónustu með sérhæfar rannsóknir á meinaefnafræði, blóðmeinafræði, gigtarprófun, þvagskoðun og smásjáskoðun.

Alþjóðlegt gæðaeftirlit

  • Labquality_Logo
  • BIO-RAD-LOGO