Rannsóknasetrið í Mjódd er með blóðtökuþjónustu til húsa á Læknasetrinu, Þönglabakka 1, 3. hæð.
Opnunartími blóðtökuþjónustu Rannsóknasetursins í Mjódd er mánudaga til föstudaga kl. 8:00-16:00.
Þjónusta blóðtökunnar er að taka blóðsýni sem eru tekin samkvæmt beiðni læknis sem hefur verið send rafrænt eða með prentuðum pósti til Rannsóknasetursins í Mjódd. Þegar beiðni frá lækni hefur verið send til Rannsóknasetursins í Mjódd getur sjúklingur komið án fyrirfram bókaðs tíma og tilkynnt sig í afgreiðslunni og er vísað til blóðtökunnar.
Beiðnir eru sendar rafrænt eða prentað frá lækni til Rannsóknasetursins í Mjódd. Rannsóknasvör eru send rafrænt til lækna inn á öruggu tölvukerfi eða sem prentuð rannsóknasvör þegar þess er óskað.
Þær rannsóknir sem eru ekki framkvæmdar hjá Rannsóknasetrinu í Mjódd eru sendar til þeirra rannsóknastofa sem sinna þeim rannsóknum.